24 ám sem hafði fennt í kaf var bjargað við Þóroddsstaði í Grímsnesi í dag. Jóhannes Þórólfur Guðmundsson, formaður í Hjálparsveitinni Tintron, segir að fimm björgunarsveitarmenn frá Tintron hafi sinnt beiðni bænda á Þóroddsstöðum um aðstoð. Þegar þá bar að höfðu bændurnir náð flestum ánum úr skaflinum en enn voru nokkrar ófundnar. Allar ærnar nema ein lifðu hremmingarnar af.