Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar bjargaði þremur manneskjum úr tveimur jeppum sem voru fastur í Flæðum, norður af Vatnajökli, á milli Trölladyngju og Holuhrauns, í dag. Útkallið kom um klukkan korter yfir þrjú. Þá voru jepparnir fastir og fólkið beið björgunar ofan á bílunum.
Þegar þyrlan kom á vettvang var fólkið flutt á bakkann þar sem lögregla beið. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni er vaðið langt og getur verið erfitt yfirferðar. Björgunaraðgerðin gekk vel.