Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Samþykktu aðgerðir til að vernda Amazon

07.09.2019 - 02:28
Erlent · Amazon
epa07823908 (L-R) Brazilian Minister of Foreign Affairs Ernesto Araujo, Presidents of Bolivia Evo Morales, Peru Martin Vizcarra, Colombia Ivan Duque, Ecuador Lenin Moreno and Suriname Vicepresident Michael Ashwin Satyandre Adhin attend a summit to discuss measures for preventing and fighting forest fires in Leticia, Colombia, 06 September 2019. The leaders signed the 'Leticia Pact for the Amazon'.  EPA-EFE/Mauricio Duenas Castaneda
 Mynd: EPA
Sjö ríki í Suður-Ameríku samþykktu samræmda aðgerðaáætlun til að vernda Amazon-regnskóginn á neyðarfundi í Kólumbíu í kvöld. Rúmlega áttatíu þúsund skógareldar hafa kviknað í Amazon það sem af er ári en það eru 77 prósentum fleiri en í fyrra.

Ríkin sjö, Brasilía, Bolivía, Kólumbía, Ekvador, Gvæjana, Perú og Súrinam ætla meðal annars að vernda skóginn og stuðla að áframhaldandi þróun hans og sjálfbærni með því að setja á laggirnar viðbragskerfi og gervihnattaeftirlit.

Þá ætla ríkin að vinna að umfangsmikilli skógrækt og leggja aukna áherslu á fræðslu um skóginn og frumbyggja hans, en þá á jafnframt að valdefla. Um hundrað og fimmtíu byggðir frumbyggja hafa eyðilagst eða eru í hættu vegna eldanna.

Forseti Brasilíu, Jair Bolsonari, mætti ekki á fundinn þar sem hann fer í kviðslitaaðgerð á sunnudaginn. Utanríkisráðherra Brasilíu mætti í hans stað en Bolsonaro ávarpaði þó fundinn í gegnum myndsímtal. Aðgerðin verður fjórða skurðaðgerðín sem þarf að gera á honum síðan hann var stunginn fyrir nærri ári síðan.