Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Samræmdu prófin byrjuðu í morgun

19.09.2019 - 16:38
Mynd með færslu
Samræmd próf. Mynd úr safni. Mynd: RÚV
Hin árlegu Samræmdu könnunarpróf grunnskólanna hófust í morgun þegar tæplega 4.000 nemendur í 7. bekk þeyttu próf. Um 8.800 nemendur úr 4. og 7. bekk munu á næstu dögum taka próf í íslensku og í stærðfræði.

Prófunum ætlað veita upplýsingar um námsstöðu

Nemendur sem þreyta prófin koma úr 152 skólum en tilgangur þeirra er samkvæmt Menntamálastofn að kanna hvort hæfniviðmiðum aðalnámskrár grunnskóla hefur verið náð og veita upplýsingar um námsstöðu nemenda.ögð er mikil áhersla á að prófin nýtist nemendum sjálfum og séu notuð sem grunnur að samtali um áherslur í námi.

9. bekkur tekur prófin í mars

Í mars á næsta ári munu nemendur í 9. bekk taka samræmd próf í íslensku, stærðfræði og ensku. Samræmdu prófin eru rafræn og því eru þau alfarið tekin á tölvu á ákveðnum dögum í skóla nemandans. Menntamálastofnun álítur að rafræn próf meti betur hæfni nemenda en hefðbundin pappírspróf og eins er talið að fyrirlögn og úrvinnsla sé einfaldari.