Samkomulagi náð í Ekvador

14.10.2019 - 04:16
epa07919226 Protesters celebrate the agreement reached between the government and indigenous peoples that ends the protests in the country; in Quito, Ecuador, 13 October 2019. The government and the indigenous Ecuadorians reached an agreement through which decree 883 will be repealed. The decree eliminated a popular 40-year-old fuel subsidy and caused the current wave of protests in Ecuador. The wave of protests in Ecuador, led by the indigenous movement with the support of other social organizations, began on 03 October when an executive decree came into effect that eliminated the subsidy on the price of gasoline, one of the measures established in an agreement loan worth 4.2 billion US dollar with the (International Monetary Fund) IMF.  EPA-EFE/JOSE JACOME
Mótmælendur fagna samkomulaginu. Mynd: EPA-EFE - EFE
Lenin Moreno, forseti Ekvadors, samþykkti í gærkvöld skilmála mótmælenda um að niðurgreiða áfram eldsneyti til almennings. Moreno hélt fund með leiðtogum frumbyggja í Ekvador, sem hafa staðið fyrir fjölmennum mótmælum í höfuðborginni í nærri tvær vikur.

Moreno ákvað fyrir þrettán dögum að hætta niðurgreiðslum á eldsneyti samkvæmt tilmælum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Það var eitt af skilyrðum sjóðsins fyrir 4,2 milljarða dollara láni. Verð á eldsneyti hækkaði upp úr öllu valdi í kjölfarið, og kom illa fyrir almenning í landinu. 

Moreno vildi miðla málum með mótmælendum, sem tóku það ekki í mál nema forsetinn væri tilbúinn til þess að niðurgreiða eldsneytið áfram. Á laugardagskvöld bárust fregnir af því að mótmælendur væru tilbúnir að setjast niður með forsetanum. Í sameiginlegri yfirlýsingu að fundinum loknum í gærkvöld sagði að með þessum samningi væri hætt við áður fyirrhuguð áform, og lögð verði áhersla á að stilla til friðar í landinu á nýjan leik. Yfirlýsingin var lesin upp af fulltrúa Sameinuðu þjóðanna, sem miðlaði málum ásamt fulltrúum kaþólsku kirkjunnar.

Mótmælin hafa verið hörð og ofbeldisfull. Að sögn yfirvalda hafa yfir 1.300 slasast og tæplega 1.200 verið handteknir þá þrettán daga sem þau stóðu yfir. Moreno neyddist til að flytja ríkisstjórn sína úr höfuðborginni Quito yfir til Guayaquil.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi