Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Samfylkingin mælist með 16,8% fylgi

19.08.2019 - 12:33
Innlent · Alþingi · mmr · Stjórnmál
Mynd með færslu
 Mynd:
Samfylkingin mælist með 16,8 prósent stuðning kjósenda í nýrri skoðanakönnun MMR sem birt var í dag. Flokkurinn bætir ríflega fjórum prósentustigum við sig frá síðustu könnun og er enn næst stærsta framboðið til Alþingis í könnunum. Sjálfstæðisflokkurinn er enn stærstur með 19,1 prósent og fylgi við hann breytist ekkert á milli kannana.

Stuðningur við ríkisstjórnina hefur dalað lítillega miðað við síðustu könnun MMR. Nú segjast tæplega 39 prósent kjósenda styðja hana.

Miðflokkurinn mælist nú með 13 prósent fylgi, Vinstri græn með 11,5 prósent og Píratar mælast með 11,3 prósent. Framsóknarflokkurinn nýtur 10,4 prósenta stuðnings miðað við könnunina og Viðreisn 9,3 prósenta. Flokkur fólksins fengi 4,1 prósent atkvæða ef gengið yrði til kosninga nú og fengi að öllum líkindum ekki þingmann kjörinn.

Fylgi flokka í könnun MMR

Könnun MMR 19. ágúst 2019 samanborið við kosningaúrslit 2017.

Sjálfstæðisfl.
25,3%
19,1%
Samfylkingin
12,1%
16,8%
Miðflokkurinn
10,9%
13,0%
Vinstri græn
16,9%
11,5%
Píratar
9,2%
11,3%
Framsóknarfl.
10,7%
10,4%
Viðreisn
6,7%
9,3%
Fl. fólksins
6,9%
4,1%
Sósialistafl.
0%
2,9%
Aðrir
0%
1,6%

Heimild: MMR. Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri, valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR. Álitsgjafar MMR eru valdir úr Þjóðskrá þannig að þeir endurspegli lýðfræðilega samsetningu þjóðarinnar á hverjum tíma. Svarfjöldi: 990 einstaklingar, 18 ára og eldri. 12. til 19. ágúst 2019

990 manns svöruðu könnuninni sem gerð var dagana 12. til 19. ágúst. Hægt er að lesa nánar um framkvæmd könnunarinnar í tilkynningu MMR.

birgirthh's picture
Birgir Þór Harðarson
Fréttastofa RÚV