Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Samfylking með tæplega 18% fylgi samkvæmt nýrri könnun

04.02.2020 - 18:11
Mynd með færslu
 Mynd:
Samfylkingin hefur aukið fylgi sitt samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallups. Fylgi flokksins mælist nú næstum 18%, og er hann næststærstur á eftir Sjálfstæðisflokki. 

Mesta breytingin frá síðustu könnun er á fylgi Samfylkingarinnar, sem eykst um fjögur prósentustig milli mælinga, úr 14% í 18%. Fylgi Viðreisnar minnkar um tvö prósentustig en rúmlega 10% segjast myndu kjósa flokkinn nú. Fylgi annarra flokka breytist lítið milli mánaða. 

Af þeim sem taka afstöðu sögðust tæp 22% myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, rösklega 12% Miðflokkinn, ríflega 11% Pírata og rúm 10% Vinstri græn. Framsóknarflokkurinn fengi tæp 8% atkvæða. Þá fengi Flokkur fólksins rúm 4% og Sósíalistaflokkurinn rúm 3%.

Fylgi flokka í Þjóðarpúlsi Gallup

Þjóðarpúls Gallup 4. febrúar 2020 samanborið við kosningaúrslit 2017.

Sjálfstæðisfl.
25,3%
21,6%
Samfylkingin
12,1%
17,7%
Miðflokkurinn
10,9%
12,5%
Píratar
9,2%
11,5%
Vinstri græn
16,9%
10,5%
Viðreisn
6,7%
10,3%
Framsóknarfl.
10,7%
7,8%
Fl. fólksins
6,9%
4,2%
Sósialistafl.
0%
3,4%
Aðrir
0%
0,5%

Heimild: Netkönnun sem Gallup gerði dagana 3. janúar til 2. febrúar 2020. Heildarúrtaksstærð var 8.678 og þátttökuhlutfall var 51,8%. Vikmörk á fylgi við flokka eru 0,2-1,4%. Einstaklingar í úrtaki voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup.

Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna mælist nú 40% en var 53% í síðustu kosningum.

Stuðningur við ríkisstjórnina stendur í stað milli mælinga og segjast tæplega 47% þeirra sem taka afstöðu styðja hana.

Þjóðarpúlsinn er netkönnun sem Gallup gerði dagana 3. janúar til 2. febrúar 2020. Heildarúrtaksstærð var 8.678 og þátttökuhlutfall var 51,8%. Vikmörk á fylgi við flokka eru 0,2-1,4%. Einstaklingar í úrtaki voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup.