Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

SamFestingi Samfés frestað fram í maí

09.03.2020 - 16:06
Mynd með færslu
 Mynd: Aðsend mynd - RÚV
Stjórn Samfés, samtaka félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi hefur tekið þá ákvörðun að fresta SamFestingnum 2020 vegna COVID-19. SamFestingurinn átti að fara fram 20.-21. mars í Laugardalshöll en mun fara fram 22.- 23. maí.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samfés. SamFestingurinn er stærsti unglingaviðburður á Íslandi en um 4.600 ungmenni af öllu landinu koma þar saman.  „Frestun viðburðar af þessari stærðargráðu þýðir endurskipulag á dagskrá hjá félagsmiðstöðvum á landsvísu,“ segir í tilkynningu frá samtökunum. „Við hjá Samfés fylgjumst áfram vel með stöðunni og fylgjum leiðbeiningum og tilmælum landlæknis og heilbrigðisyfirvalda.“

 

 

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV