Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Saka Carolina Herrera um menningarstuld

16.06.2019 - 20:30
epa07644598 Mexican artisan Mary Lopez works on traditional Mexican wool blanket 'sarape', in Saltillo, Coahuila, Mexico, 12 June 2019. The Mexican Government awaits the answer of the US fashion luxury brand Carolina Herrera before taking legal action against it after releasing a letter demanding explanations regarding the use of designs and embroidery of Mexico's original peoples in its latest cruise collection.  EPA-EFE/Miguel Sierra
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Menningamálaráðherra Mexíkó krefur fatahönnuðinn Carolina Herrera um útskýringar á líkindum nýjustu línu hennar við mexíkóska arfleifð. Fatahönnuðurinn segir línuna fyrst og fremst óð til mexíkóskrar menningar.

Nýja línan frá tískuhúsi fatahönnuðarins Carolina Herrera ber yfirskriftina Resort 2020. 

Carolina Herrera er fædd í Venesúela og í lýsingu á heimasíðu tískuhússins segir að nýja línan sé innblásin af leik- og litagleði latínskra sumarfría. 

Línuna má sjá í heild sinni hér.

Það þykir Mexíkóum mörgum heldur lauslega farið með staðreyndir og halda því fram að ýmislegt sem prýðir fatnaðinn sé hreint og beint stolið úr mexíkóskri menningararfleifð. 

Menningarmálaráðherra landsins, Alejandra Frausto, hefur sent Herrera bréf þar sem skýringa er krafist á notkun rótgróinnar mexíkóskrar hönnunar í fatalínunni. 

Talsmaður Herrera sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar ásakananna þar sem segir að ekkert launungarmál sé að línan sé innblásin af litadýrð og meistaralegu handverki mexíkóskra listamanna. Hönnunin sé fyrst og fremst óður til þessarar menningarlegu arfleifðar. 

Birta Björnsdóttir
Fréttastofa RÚV