Kjartan Halldórsson sjómaður og veitingamaður, kenndur við Sægreifann, er látinn 75 ára að aldri. Kjartan var úr Meðalllandinu en var lengst af starfsævinnar á sjó. Hann var tvíkvæntur og átti þrjá syni. Fréttastofa RÚV ræddi við Kjartan árið 2011 um uppbyggingu hans á gömlu verbúðunum við höfnina.