Sadako Ogata látin

epa03406167 Former United Nations High Commissioner for Refugees, Sadako Ogata speaks after receiving the 2012 Global Citizen Award at the Third annual Global Citizen Awards Dinner  in New York, USA, 21 September  2012.  EPA/PETER FOLEY
 Mynd: EPA

Sadako Ogata látin

29.10.2019 - 09:41

Höfundar

Sadako Ogata, sem fyrst kvenna stýrði flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, er látin, 92 ára að aldri. Hún naut virðingar fyrir baráttu sína fyrir réttindum flóttafólks og þeirra sem flosnuðu upp frá heimilum sínum meðan hún gegndi embættinu á árunum 1991 til 2002.

Meðal annars beitti Ogata sér fyrir aðstoð við Kúrda sem urðu að flýja vegna Persaflóastríðsins. Einnig lét hún til sín taka meðan borgarastyrjöld geisaði í Rúanda, Saír, Súdan og í fyrrverandi lýðveldum Júgósalvíu. Ogata tókst með slíkum ágætum að endureisa trúverðugleika flóttamannastofnunarinnar að til greina kom að hún tæki við embætti aðalframkvæmdastjóra Sameiðu þjóðanna þegar Boutros Boutros Gali lét af því.

Eftir að starfstíma Sadako Ogata hjá Sameinuðu þjóðunum lauk stýrði hún Alþjóðasamvinnumiðstöð Japans um níu ára skeið.