Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Rýma svæði í miðborg Lundúna vegna sprengju

03.02.2020 - 15:58
Erlent · Bretland · London
epa08188350 An armed policeman secures the site of an incident after a man has been shot by armed police at a street in Streatham, London, Britain, 02 February 2020. According to reports, a man has been shot by police in terrorist-related incident. Reports also state several people have been stabbed.  EPA-EFE/STR
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Stórt svæði í Soho-hverfinu í miðbærg Lundúna hefur verið rýmt eftir að gömul sprengja, sem talin er vera frá tímum síðari heimsstyrjaldarinnar, fannst á byggingarsvæði.

Lögreglan í Soho-hverfinu segir á Twitter að tilkynning um sprengjufundinn hefði borist klukkan 13.42. Svæðið var þegar í stað lokað af og sérfræðingar vinni nú að því að meta hvort hætta stafi af sprengjunni.

Þjóðverjar eru taldir hafa varpað meira en 45 þúsund sprengjum á um sextán borgir í Bretlandi í síðari heimsstyrjöldinni. Í umfjöllun BBC frá árinu 2018 kemur fram að bresk yfirvöld hafi frá 2010 eytt um 60 sprengjum á ári sem taldar eru vera frá síðari heimsstyrjöldinni. Hins vegar gæti verið að mun fleiri sprengjur hafi fundist, þar sem einkafyrirtæki hafi einnig getað verið kölluð til við sprengjufundi sem þessa. 

andriyv's picture
Andri Yrkill Valsson
Fréttastofa RÚV