Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Rússnesk skólaskúta sigldi á varðskip

11.06.2015 - 17:10
Mynd með færslu
 Mynd: Berghildur Erla Bernharðsdótti
Rússneska skólaskútan Kruzenshtern sigldi á tvö varðskip Landhelgisgæslunnar í Reykjavíkurhöfn síðdegis. Sjáanlegar skemmdir eru á skipunum tveimur, Þór og Tý.

Ekki er vitað um hve miklar þær eru að svo stöddu en verið er að meta skemmdirnar. Eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan sem Magnús Stefán Sigurðsson tók rétt í þá mund sem áreksturinn varð, var þunginn nokkuð mikill þannig að varðskipið hallaðist upp að bryggju.

Skipið er rússneskt en var smíðað í Brimarhöfn í Þýskalandi árið 1926. Það var afhent Sovétmönnum árið 1946  sem hluti af uppgjöri seinni heimsstyrjaldarinnar og er heimahöfn skipsins nú Kaliningrad í Rússlandi.

Skipið er engin smásmíði. Það er stálskip, 6.400 brúttótonn að stærð, með fjögur möstur og lengdin er 114 metrar.

Áhöfn skipsins telur 70 sjómenn.

 

 

seglskip

Rússneskt seglskip siglir á Varðskipin Týr og Þór í Reykjavíkurhöfn 11.júní 2015

Posted by Magnús Stefán Sigurðsson on 11. júní 2015
Guðmundur Björn Þorbjörnsson
dagskrárgerðarmaður