Mynd: EPA

Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.
Á fimmta hundrað íslenskra lækna hafa skrifað undir yfirlýsingu þar sem þeir lýsa yfir ánægju með framkomið frumvarp til breytinga á almennum hegningarlögum þar sem umskurður drengja verði bannaður nema læknisfræðilegar ástæður liggi til grundvallar.
Í yfirlýsingunni segjast læknarnir taka heilshugar undir niðurstöður sem birtust í tímariti bandarísku barnalæknasamtakanna AAP í apríl 2013, að umskurður hraustra sveinbarna í vestrænum samfélögum hafi engin markverð heilsueflandi eða fyrirbyggjandi áhrif en valdi þvert á móti sársauka, geti leitt til alvarlegra, jafnvel langvarandi fylgikvilla, brjóti gegn Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og sé í blóra við Hippokratesareiðinn: „Primum non nocere“ - umfram allt ekki skaða.