Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Rúmlega 100 mótmælendur við þinghúsið

02.09.2019 - 12:25
Mynd með færslu
 Mynd: Kristín Sigurðardóttir
Mótmæli gegn Orkupakka þrjú hófust formlega á Austurvelli klukkan tólf. Þar eru á milli 100-150 manns samkvæmt fréttamönnum RÚV. Mótmælin eru friðsamleg þrátt fyrir að mótmælendur hafi kveikt á neyðarblysum. Að minnsta kosti tveimur mótmælendum var vísað af þingpöllum í morgun.
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Birgir Þór Harðarson

Um tíu lögreglumenn fylgjast með mótmælunum við þinghúsið, sem fara friðsamlega fram að sögn viðstaddra. Nú standa yfir ræðuhöld frá forsvarsfólki mótmælanna. 

Mynd með færslu
 Mynd: Kristín Sigurðardóttir

Mótmælendur bera mótmælaspjöld, svarta sorgarborða og íslenska fánann.  Tveimur, hið minnsta, var vísað af þingpöllum Alþingis í morgun, vegna þess að þau trufluðu þingfundinn. Nú stendur yfir atkvæðagreiðsla um þriðja orkupakkan og málefni honum tengd. 46 þingmenn greiddu með pakkanum. Gestum þingpalla er bannað að hafa sig frammi og trufla þingfund á meðan honum stendur. 

 

holmfridurdf's picture
Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir
Fréttastofa RÚV