
Rúma sjö tíma að koma sjúklingi yfir Fjarðarheiði
Davíð segir að góð samvinna sveitanna hafi þarna skipt miklu máli. Þegar fréttastofa náði tali af honum átti björgunarsveitin Hérað eftir að keyra yfir og var búist við því að sú ferð tæki rúman klukkutíma. „Þetta er náttúrulega óboðlegt ástand,“ segir Davíð, þreyttur eftir daginn.
Hann hrósar félögum sínum frá Egilsstöðum í hástert og segir þá hafa staðið sig eins og hetjur að komast yfir til að byrja með. „Þegar það er svona mikil einangrun er gott að eiga góða granna.“ Hann vonaðist til að þeir lentu ekki í meiri hrakningum á leiðinni til Egilsstaða.
Óvissustigi var lýst yfir á Austurlandi í gær vegna snjóflóðahættu. Talsvert snjóaði í fjöll á Austurlandi í nótt en neðar rigndi niður í snjóinn. Óvissustiginu var síðan aflýst síðdegis í dag.