Rúm 600 kíló af hákarlsuggum gerð upptæk

07.02.2020 - 12:53
Erlent · Ameríka · Asía
epa06997840 Seized dried shark fins and elephant ivory are displayed during a press presentation at Kwai Chung Customhouse in Hong Kong, China, 05 September 2018. Hong Kong Customs and the Agriculture, Fisheries and Conservation Department (AFCD) mounted a 10-week joint anti-endangered species smuggling operation at the airport, seaport, land boundary and railway control points from June to August this year. Customs seized a total of 63 tonnes of suspected endangered tree logs, seven tonnes of pangolin scales and 25 kilograms of worked ivory, among other items.  EPA-EFE/JEROME FAVRE
 Mynd: epa
Yfirvöld í Miami á Flórida hafa fundið og gert upptæk rúm 600 kíló af hákarlsuggum sem til stóð að senda til Asíu.

Uggarnir voru í 18 kössum, en talið er að þeir komi frá Suður-Ameríku. Veiðiþjófarnir veiða hákarla, skera af þeim uggana og fleygja svo fiskinum aftur fyrir borð. Hákarlinn sekkur hjálparlaust til botns og þar blæðir honum út.

Talið er að um ein milljón hákarla sé drepin árlega með þessum hætti, en hákarlauggasúpa er rándýrt lostæti í Kína. Sumum hákarlategundum hefur fækkað um 90 prósent á síðustu 15 árum.
 

johannhlidar's picture
Jóhann Hlíðar Harðarson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi