
Rótarskotið skýtur rótum til næstu þriggja ára
Verkefnið hófst fyrir seinustu áramót og seldust mörg þúsund eintök hjá björgunarsveitunum.rótarskotinufyrir þau sem vilja draga úr magni flugelda sem keyptir eru eða vilja ekki kaupa flugelda. Hvert Rótarskot gefur af sér tré, sem plantað er með stuðningi Skógræktarfélags Íslands og skógræktarfélaganna í landinu. Í sumar var svo birkigræðlingum plantað í Þorláksskógi á Hafnarsandi í grennd við Þorlákshöfn.
Í ár er stefnt að því að fjölga þátttökufélögum innan skógrækarinnar með það að leiðarljósi að þau dreifist meira um landið. Allur ágóði af sölu Rótarskotanna rennur til björgunarsveitanna og verða þau til sölu um land allt nú fyrir áramótin. Rótarskot eru viðbót við fjáröflunarleiðir björgunarsveitanna og tilgangurinn að bregðast við ákalli um að daga úr mengun sem fylgir notkun flugelda.