Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Rósa Guðrún ráðin upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytis

07.01.2020 - 17:13
Mynd með færslu
Rósa Guðrún Erlingsdóttir, upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytis. Mynd: Díana Júlíusdóttir - aðsend mynd
Rósa Guðrún Erlingsdóttir, stjórnmálafræðingur og sérfræðingur, hefur verið ráðin í nýtt starf upplýsingafulltrúa forsætisráðuneytisins. Hún hefur starfað innan Stjórnarráðsins sem sérfræðingur á sviði jafnréttismála síðan 2013.

Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að Rósa Guðrún hafi jafnframt reynslu af störfum á sviði upplýsingamála, blaðamennsku, rannsóknum og kennslu í stjórnmálafræði á háskólastigi. 

Sjá einnig: Lára Björg hættir sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnar

Lára Björg Björnsdóttir, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, greindi frá því á Facebook-síðu sinni í dag að hún væri hætt störfum af persónulegum ástæðum. Ekki hefur verið ákveðið hvort ráðið verði í þá stöðu á ný. 

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir