Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Rólegt hjá lögreglu í Eyjum og á Akureyri

05.08.2019 - 07:57
Mynd með færslu
 Mynd: Ólöf Ragnarsdóttir - Aðsend mynd
Útihátíðir voru haldnar víða um land um helgina. Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum náði hámarki í gærkvöld með brekkusöng í Herjólfsdal. Að sögn Jóns Braga Arnarssonar, varðstjóra hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum fór skemmtanahald vel fram.

Tveir þurftu þó að gista fangageymslur vegna ölvunar. Herjólfur byrjaði að sigla frá Eyjum klukkan tvö í nótt og telur lögregla að um 1800 þjóðhátíðargestir hafi þegar haldið heim á leið frá því í nótt. Vel yfir tíu þúsund gestir sóttu Vestmannaeyjar heim um helgina.

Á Akureyri fór hátíðin ein með öllu fram. Líkt og Eyjum heguðu hátíðargestir sér með prýði, fyrir utan einn sem var handtekinn vegna gruns um að hafa keyrt undir áhrifum fíkniefna. Þá þurfti annar að gista fangageymslur vegna ölvunar. 
 

Guðmundur Björn Þorbjörnsson
dagskrárgerðarmaður