Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Rökrétt og tímabær ákvörðun

21.11.2014 - 16:22
Mynd með færslu
 Mynd:
„Ég lít á þetta sem rökrétta ákvörðun og tímabæra," segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri-grænna, um lausnarbeiðni Hönnu Birnu Kristjánsdóttur úr embætti innanríkisráðherra.

„Það er mikilvægt að stofnun svo sem innanríkisráðuneytið njóti trausts, þessi atburðarás hefur veikt það traust," segir Katrín. Málið hafi verið að skýrast síðustu vikuna og það væri rökrétt ákvörðun hjá Hönnu Birnu að víkja úr embætti. Þeirri afstöðu hafði Katrín áður lýst yfir.