Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Róhingjar á flótta drukknuðu í Bengalflóa

12.02.2020 - 00:52
epa08210785 A view of victims' bodies covered in sheets lying on a quay after a trawler capsized off the Bay of Bengal, in Teknaf, Cox's Bazar District, Bangladesh, 11 February 2020. According to local media reports, at least 15 Rohingya refugees died after a trawler on its way to Malaysia sank off the coast in the Bay of Bengal, near St Martin's Island. Some 65 people were said to have been rescued alive, media added. The victims are said to be mostly women from Rohingya camps located in Teknaf and Ukhia Upazila of Cox's Bazar.  EPA-EFE/STRINGER
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Minnst fimmtán fórust og yfir 40 er saknað eftir að trébát með um 130 flóttamönnum um borð hvolfdi á Bengalflóa í gær. 71 var bjargað úr sjónum í aðgerð strandgæslunnar og hersins í Bangladess. Einn bátur á vegum strandgæslunnar, tvö herskip og kafarar leita þeirra sem er saknað.

CNN hefur eftir yfirvöldum í Bangladess að báturinn hafi lagt úr höfn í bænum Teknaf, sem er við landamæri Bangladess og Mjanmar við Bengalflóa. Hundruð þúsunda Róhingja hafa flúið ofsóknir mjanmarska stjórnarhersins undanfarin ár. Flestir þeirra búa í stærstu flóttamannabúðum heims í Cox's Bazar, skammt frá Teknaf.

Waseem Maqsood, yfirmaður hjá strandgæslunni í Bangladess, sagði í samtali við CNN að hann viti ekki á hvaða leið báturinn var. Tími hafi enn ekki gefist til þess að skoða það, þar sem allt kapp sé lagt á að reyna að finna þá sem er saknað.