Roger Federer á svissneskri mynt

epa07708491 Roger Federer of Switzerland celebrates winning against Kei Nishikori of Japan during their quarter final match for the Wimbledon Championships at the All England Lawn Tennis Club, in London, Britain, 10 July 2019. EPA-EFE/NIC BOTHMA EDITORIAL USE ONLY/NO COMMERCIAL SALES
 Mynd: EPA

Roger Federer á svissneskri mynt

02.12.2019 - 12:03
Svissneski tenniskappinn Roger Federer er besti íþróttamaður Sviss fyrr og síðar. Svo stoltir eru Svisslendingar af sínum manni að Federer prýðir nú 20 franka silfurpening þjóðarinnar.

Roger Federer hefur unnið fleiri risatitla í karlaflokki en nokkur annar og er hann eflaust ofarlega á lista flestra yfir bestu íþróttamenn sögunnar. Svisslendingar hafa ákveðið að heiðra Federer með nýrri 20 franka mynt sem kemur út þann 23. janúar og í maí fer í umferð 50 franka gullpeningur með tenniskappanum. 
 

Þetta er í fyrsta sinn sem Svisslendingar heiðra núlifandi einstakling á þennan hátt og segir Swissmint að Federer sé fullkominn sendiherra þjóðarinnar.