
Þetta leiðir árleg rjúpnatalning Náttúrufræðistofnunar Íslands í ljós. Tíðarfar var almennt hagstætt til talninga nema en hret í fyrri hluta maí tafði talningar í um þrjá daga. Rjúpur voru taldar á 33 svæðum í öllum landshlutum. Alls sáust 1414 karrar sem eru tæp tvö prósent af áætluðum heildarfjölda karra í landinu samkvæmt stofnstærðarmati. Rjúpu fækkaði almennt um land allt 2018-2019, þó ekki í lágsveitum á Norðausturlandi.
Reglubundnar sveiflur hafa einkennt íslenska rjúpnastofninn. Hefðbundin lengd stofnsveiflu íslensku rjúpunnar er 10 -12 ár. Verulega dró úr afföllum friðunarárin 2003 og 2004 og stofninn óx. Frá 1998 hafa komið fjórir greinilegir toppar í fjölda rjúpna; 2005, 2010, 2015 og 2018. Ljóst þykir því að róttækar breytingar hafi orðið á stofnvistfræði rjúpunnar eftir friðun og stofnsveiflan líkt og hún þekktist er ekki lengur til staðar.