Ritstjórum hjá Fréttablaðinu sagt upp

25.02.2020 - 22:09
Mynd með færslu
 Mynd: Ragnar Visage - RÚV
Tveimur ritstjórum hjá Torgi, út­gáfu­fé­lagi Frétta­blaðsins, hefur verið sagt upp störfum. Það eru þau Davíð Stefánsson, annar ritstjóra Fréttablaðsins, og Sunna Karen Sigur­þórs­dóttir, annar rit­stjóra fretta­bladid.is.

Greint var frá upp­sögn­un­um á vef Frétta­blaðsins. Tveir frétta­stjórar verða ráðnir í ritstjórn Frétta­blaðsins, þeir Garðar Örn Úlfars­son og Ari Brynjólfs­son. Kristjón Kormákur Guð­jóns­son verður eini rit­stjóri hringbraut.is og frettabladid.is, vefmiðla Torgs.