„Fólkið sem stofnaði Iðunni var fólk sem hafði fæðst og alist upp í sveit, við kveðskap, og fluttist svo til Reykjavíkur að leita sér að vinnu. Þá fann fólkið að það var mjög lítið um kveðskap í höfuðstaðnum og hafði áhyggjur af því kvæðahefðin mynd lognast útaf," segir Bára Grímsdóttir formaður kvæðamannafélagsins Iðunnar
Starfsemi félagsins er enn blómleg og rímnakvöld eru haldin í hverjum mánuði. Þangað kemur kvæðafólk á öllum aldri.