Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

RIG í beinni: Úrslit í crossfit

RIG í beinni: Úrslit í crossfit

01.02.2020 - 15:55
Sýnt er beint frá úrslitum Reykjavíkurleikanna í crossfit klukkan 16:00 á RÚV og hér á vefnum. Útsendinguna má nálgast í spilaranum að ofan.

 

Keppni í crossfit hófst klukkan 11:00í Laugardalshöll í morgun. Sýnt er frá síðari hluta úrslitanna frá klukkan 16:00 til 18:00.

Að loknum þremur æfingum af átta í gær voru Ingimar Jónsson og Sandra Hrönn Árnadóttir efst í opna flokknum en einnig er keppt í fjölmörgum aldursflokkum. Í dag eru fimm æfingar á dagskrá og munu úrslit ráðast í öllum flokkum. Hægt er að fylgjast með stöðunni í hverjum flokki hér.