Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Riðuveiki greind á þekktu svæði í Skagafirði

24.02.2020 - 18:11
Mynd með færslu
 Mynd: Björgvin Kolbeinsson - RÚV
Riðuveiki hefur verið staðfest á bæbum Grófargili í nágrenni Varmahlíðar í Skagafirði. Á bænum eru nú um 100 fjár, en bærinn er í Húna- og Skagahólfi sem er þekkt riðusvæði. 

Riða hefur komið upp á tuttugu búum á undanförnum tveimur áratugum, síðast á bænum Álftagerði í fyrra. Þetta er í fyrsta sinn sem riða greinist á Grófargili, en árið 2016 greindist riða á bænum Brautarholti sem er næsti bær við Grófargil.

Þetta er fyrsta tilfelli riðuveiki sem greinist á árinu og í fyrra greindist einnig eitt tilfelli. Fram til ársins 2010 greindist riða á nokkrum bæjum á landinu á hverju ári en engin tilfelli hefðbundinnar riðu greindust á árunum 2011-2014. Í tilkynningu frá Matvælastofnun segir að riðan sé því á undanhaldi, en ekki megi sofna á verðinum. 

andriyv's picture
Andri Yrkill Valsson
Fréttastofa RÚV