Reykjarmökkur lá yfir Hellu eftir mikinn eld

06.10.2019 - 19:30
Slökkviliðsbíll Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.
 Mynd: Þórgunnur Oddsdóttir
Mikill eldur kom upp á rafmagnsverkstæði á Hellu rétt fyrir klukkan sex í kvöld. Reykjarmökkur lá yfir bæinn að sögn slökkviliðsstjóra. 

„ Þegar við komum á staðinn þá er mikill eldur í húsinu. Við fundum greinilega brunalyktina á slökkvistöðina þegar við fórum af stað og það lá reykjarmökkur yfir bænum,“ sagði Leifur Bjarki Björnsson slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Rangárvallasýslu í samtali við fréttastofu. 

Hann segir að húsið sem brann hafi ekki verið stórt, en tvískipt starfsemi var í húsinu og brunaveggur á milli hélt að sögn Leifs. Slökkviliðið náði fljótlega tökum á eldinum en töluverður tími fór í að slökkva í því sem hafði farið inn á milli þilja. Nærliggjandi hús voru ekki í hættu, en þau eru nokkuð frá húsinu sem brann. 

Slökkviliðið er enn að störfum að reykræsta og segir Leifur að brunavakt verði á staðnum fram eftir kvöldi, áður en vettvangurinn verði afhentur lögreglu. 

 

andriyv's picture
Andri Yrkill Valsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi