Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Reykjanesbraut lokuð vegna umferðarslyss

25.03.2020 - 08:23
Mynd með færslu
 Mynd: Kristinn Þeyr Magnússon - RÚV
Reykjanesbraut hefur verið lokuð vegna umferðarslyss sem varð við álverið í Straumsvík. Talið er að lokunin muni vara í klukkustund. Fjórir verða fluttir á slysadeild, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu en beita þurfti klippum til að ná tveimur út úr bílunum. Varðstjóri hjá slökkviliðinu varaði við hálku á veginum í samtali við fréttastofu í morgun.

Þá er slökkviliðið að slökkva í sendiferðabíl sem eldur kom upp í á Miklubrautinni. Hún er lokuð í austurátt á meðan slökkvistarf stendur yfir.

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV