Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Réttarhöld hafin vegna MH17

09.03.2020 - 10:29
Erlent · Asía · Holland · Malasía · Rússland · Úkraína · Evrópa
Presiding judge Hendrik Steenhuis, second right, judges Dagmar Koster, third from right, and Heleen Kerstens-Fockens, right, take their seats in court for the trial of four men charged with murder over the downing of Malaysia Airlines flight 17, at Schiphol airport, near Amsterdam, Netherlands, Monday, March 9, 2020. A missile fired from territory controlled by pro-Russian rebels in Ukraine in 2014, tore the MH17 passenger jet apart killing all 298 people on board. (AP Photo/Peter Dejong)
Frá réttarhöldunum í Hollandi í morgun. Mynd: ASSOCIATED PRESS - AP
Í morgun hófust í Hollandi réttarhöld yfir fjórum mönnum sem sakaðir eru um morð á 298 manns sem fórust þegar farþegaflugvél Malaysia Airlines var skotin niður yfir Úkraínu 17. júlí 2014.

Þeir sem fórust í flugi MH17 voru frá tíu löndum flestir þeirra Hollendingar eða 193.

Sakborningarnir, þrír Rússar og maður frá austanverðri Úkraínu, voru ekki viðstaddir í morgun og er ekki búist við að þeir mæti. Að sögn breska útvarpsins BBC verða í réttarsal lögmenn eins af Rússunum þremur. Ákæruvaldið segir að vélin hafi verið skotin niður með rússnesku flugskeyti.