Frá réttarhöldunum í Hollandi í morgun. Mynd: ASSOCIATED PRESS - AP
Í morgun hófust í Hollandi réttarhöld yfir fjórum mönnum sem sakaðir eru um morð á 298 manns sem fórust þegar farþegaflugvél Malaysia Airlines var skotin niður yfir Úkraínu 17. júlí 2014.
Þeir sem fórust í flugi MH17 voru frá tíu löndum flestir þeirra Hollendingar eða 193.
Sakborningarnir, þrír Rússar og maður frá austanverðri Úkraínu, voru ekki viðstaddir í morgun og er ekki búist við að þeir mæti. Að sögn breska útvarpsins BBC verða í réttarsal lögmenn eins af Rússunum þremur. Ákæruvaldið segir að vélin hafi verið skotin niður með rússnesku flugskeyti.