Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

RAX hættir á Morgunblaðinu eftir 44 ár í starfi

06.03.2020 - 14:37
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Ragnar Axelsson er hættur störfum á Morgunblaðinu eftir að hafa starfað þar samfleytt í 44 ár.

Ragnar, eða RAX eins og hann er gjarnan kallaður, staðfestir þetta við fréttastofu en vill ekki tjá sig frekar um málið.

Hann hóf fyrst störf á Morgunblaðinu árið 1974 sem sumarstarfsmaður en hefur starfað þar samfleytt frá árinu 1976.

Ragnar hefur um langt skeið verið einn fremsti ljósmyndari landsins og margverðlaunaður sem slíkur.

Sem fréttaljósmyndari hefur hann myndað marga af helstu viðburðum Íslandssögunnar en önnur verk hans hafa vakið athygli langt út fyrir landsteinana. Má þar nefna verk eins og Andlit norðursins, Jöklar og Veiðimenn norðursins.

Magnús Geir Eyjólfsson