Rauði dregillinn lagður fyrir Steinmeier

12.06.2019 - 11:25
Mynd með færslu
 Mynd: Bjarni Pétur Jónsson
Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, og eiginkona hans, Elke Büdenbender, komu hingað til lands í opinbera heimsókn í dag. Þau sóttu heimsóttu Guðna Th. Jóhannesson forseta og eiginkonu hans Elizu Reid á Bessastaði í dag.

Mikil viðhöfn var er tekið var á móti þýsku forsetahjónunum og rauði dregillinn lagður af því tilefni.

Lúðrasveit Reykjavíkur lék undir og ráðherrar úr ríkisstjórn Íslands tóku í hönd þeirra hjóna. Leikskólabörn höfðu raðað sér upp í hring við túnið og heilsuðu forsetahjónin þýsku og íslensku þeim með virktum.

Steinmeier opnar í dag sýningu um þýskar verkakonur á Íslandi í Árbæjarsafni í dag og í kvöld verður haldinn hátíðarkvöldverður í Hörpu, forsetahjónunum til heiðurs.

Þá munu hin íslensku og þýsku forsetahjón taka þátt í ýmsum öðrum viðburðum, til dæmis heimsækja Hellisheiðavirkjun, ganga að Sólheimajökli og sigla á morgun til Vestmannaeyja.

Mynd með færslu
 Mynd: Bjarni Pétur Jónsson
Mynd með færslu
 Mynd: Bjarni Pétur Jónsson
Mynd með færslu
 Mynd: Bjarni Pétur Jónsson
thorvardurp's picture
Þorvarður Pálsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi