Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

RARIK boðar truflanir vegna viðgerða

17.12.2019 - 14:17
Mynd með færslu
Mynd úr safni. Mynd: Ágúst Ólafsson - RÚV
Enn er mikið af bilunum í dreifikerfi RARIK sem taka mun nokkra daga að lagfæra og búast má við truflunum á afhendingu rafmagns á meðan. RARIK hefur boðað rafmagnsleysi og truflanir vegna viðgerða á raflínum í dag.

Nú rétt fyrir klukkan tvo tilkynnti RARIK viðgerðir á raflínum og eftirfarandi truflanir vegna þeirra;

  • Rafmagnslaust verður í Hörgárdal og Öxnadal frá kl 14:30 í tvær til fjórar 4 klukkustundir.
  • Rafmagnstruflanir verða á hluta af Þórshöfn á milli kl 13:45 og 14:20.
  • Rafmagnslaust verður í Lóni austan Karlsár frá kl 12:35 til kl 14:00.