Rannsókn lokið á vettvangi brunans á Norðurgötu

18.11.2019 - 00:56
Mynd með færslu
 Mynd: Ágúst Ólafsson - RÚV
Vettvangsrannsókn lögreglu vegna húsbrunans á Norðurgötu á Akureyri lauk í kvöld en niðurstaða þeirrar rannsóknar liggur ekki fyrir enn. Þetta kemur fram á Facebooksíðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Þar segir að lögreglan nyrðra hafi notið aðstoðar frá tæknideild Lögreglustjórans á höfuðborgasvæðinu við vettvangsrannsóknina.

Tilkynnt var um eldinn snemma á sjötta tímanum á sunnudagsmorgun en slökkvistarfi lauk ekki formlega fyrr en klukkan 21.30 á sunnudagskvöld. Þá hafði stærsti hluti hússins verið rifinn niður, segir í tilkynningu lögreglu, svo að hægt væri að slökkva í öllum glæðum. Frágangsvinnu á vettvangi er þó enn ekki lokið, en vonir standa til að það klárist hið fyrsta.

Þrjár íbúðir voru í húsinu, sem var gamalt, bárujárnsklætt timburhús. Engan sakaði en eignatjón er umtalsvert, enda misstu íbúar allt sitt innbú og persónulegu eigur í eldinum.  
 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi