Rannsaka skotárás sem hugsanlegan hatursglæp

04.08.2019 - 02:06
Mynd með færslu
 Mynd: Twitter
Yfirvöld í Texas rannsaka skotárás í Walmart og verslunarmiðstöð í El Paso í Texas í gær sem hugsanlegan hatursglæp. Tuttugu féllu í árásinni, 26 særðust og einn er í haldi grunaður um verknaðinn.

Hinn 21 árs gamli Patrick Crusius var handtekinn á vettvangi án vandkvæða. Hann er frá Allen, úthverfi Dallas og hvítur á hörund.

Lögreglustjóri El Paso, Greg Allen, segir lögreglu hafa undir höndum stefnuskrá hans sem bendi til þess um hatursglæp sé að ræða. Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs lýsti hann þar yfir stuðningi við skotárásina í Christchurch í Nýja Sjálandi.

El Paso er við landamæri Bandaríkjanna að Mexíkó og meirihluti íbúa er spænskumælandi.

thorvardurp's picture
Þorvarður Pálsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi