Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Rannsaka mikinn kanínudauða í Elliðaárdal

Mynd með færslu
 Mynd: Gunnlaugur Starri Gylfason - RÚV/Landinn
Matvælastofnun barst tilkynning um fjölda dauðra kanína í Elliðaárdal frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur í morgun. Í tilkynningu frá stofnuninni kemur fram að einnig hafi á annan tug ábendinga komið frá almenningi. 

Meindýraeyðir borgarinnar hirti 36 hræ í dalnum í gær og 15 til viðbótar í morgun. Matvælastofnun sendi 10 hræ til sýnatöku og krufningar á Keldum í morgun til að rannsaka hvort smitsjúkdómur, eitrun eða annað hafi orðið dýrunum að bana. 

Niðurstöður rannsóknar verða birtar um leið og þær berast, segir í tilkynningu frá MAST.

andriyv's picture
Andri Yrkill Valsson
Fréttastofa RÚV