Rannsaka bruna á mannlausu veiðihúsi við Deildará

20.11.2019 - 16:22
Mynd með færslu
 Mynd: Gunnar Páll Baldursson
Lögreglan á Húsavík rannsakar nú hvað varð til þess að mannlaust veiðihús við Deildará, sunnan Raufarhafnar, brann til grunna í nótt.

Málið í rannsókn

Enginn hefur verið yfirheyrður vegna málsins en tæknideild Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu er væntanleg austur í dag til að rannsaka vettvang. Sjö slökkviliðsmenn frá slökkviliði Norðurþings börðust við eldinn í um tvær klukkustundir.

Húsið ónýtt

Óskar Óskarsson varðstjóri á Raufarhöfn er einn þeirr sem barðist við eldinn í gærkvöldi. hann segir ljóst að húsið sé ónýtt. „Það var mikill eldur í húsinu þegar við komum að því.  Það gekk alveg þokkalega að slökkva eldinn. Við þurfum að sækja okkur vatn niður í á sem er þarna skammt norðan við.“

Óðinn Svan Óðinsson
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi