Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Rafmagnslaust í Vík

14.02.2020 - 05:22
Mynd með færslu
 Mynd: Guðmundur Bergkvist - RÚV
Rafmagnslaust varð í Vík og nærsveitum rétt fyrir klukkan fimm. Unnið er að því að reisa varaafl, en óvíst er hversu langan tíma það tekur að sögn Margrétar Evu Þórðardóttur, sérfræðings í stjórnstöð hjá Landsneti. Hún segir að einnig hafi fjarskiptasendir orðið sambandslaus, Tetrasambandið er á varaafli að sögn Margrétar Evu en ekki sjónvarpssendir.

Á veðurstöðvum í kringum Vík mælist vindur um 27 metra á sekúndu, og hefur hann farið yfir 50 metra í hviðum.

Á vef RARIK er greint frá rafmagnsbilun í Hvalfirði og Svínadal. Þar er verið að leita að bilun. RARIK biður þá sem veitt geta upplýsingar sem gætu hjálpað til við bilanaleit til að hafa samband við svæðisvakt RARIK á Vesturlandi í síma 528 9390.