Rafmagnslaust varð í Vík og nærsveitum rétt fyrir klukkan fimm. Unnið er að því að reisa varaafl, en óvíst er hversu langan tíma það tekur að sögn Margrétar Evu Þórðardóttur, sérfræðings í stjórnstöð hjá Landsneti. Hún segir að einnig hafi fjarskiptasendir orðið sambandslaus, Tetrasambandið er á varaafli að sögn Margrétar Evu en ekki sjónvarpssendir.