Rafmagnslaust á Siglufirði og Ólafsfirði vegna bilunar

21.02.2020 - 15:16
default
 Mynd: Gunnlaugur Starri Gylfason - RÚV
Rafmagnslaust er nú á Siglufirði og Ólafsfirði eftir að bilun kom upp í línu á milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar. Vegna þess datt út tenging við Skeiðsárvirkjun í Fljótum sem olli rafmagnsleysinu.

Samkvæmt upplýsingum frá Þóri Ólafi Halldórssyni hjá svæðisvakt RARIK á Norðurlandi er nú unnið að því að byggja upp kerfið frá Skeiðsfossvirkjun og fyrst reynt að koma rafmagni á Siglufjörð á ný. Þaðan verður svo unnið í átt að Ólafsfirði. 

Vonir standa til að hægt sé að koma á rafmagni hægt og rólega sem allra fyrst að sögn Þóris.

andriyv's picture
Andri Yrkill Valsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi