Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Rafmagnslaust á og við Melrakkasléttu

10.02.2020 - 08:32
Mynd með færslu
 Mynd: Ágústa Ágústsdóttir - RÚV
Rafmagnstruflanir eru nú á landskerfinu í Kelduhverfi, Öxarfirði, Kópaskeri, Sléttu, Raufarhöfn og Þórshöfn vegna bilunar í Kópaskerslínu, milli Þeistareykja og Laxárvirkjunar.

Samkvæmt upplýsingum frá Landsneti er búið að jarðbinda Kópaskerslínu og Þeistareykjalínu og mannskapur er nú að leita að bilun. Líklegt er að bilunin sé staðsett milli Laxár og Höfðureiðamúla.

Unnið er að því að koma á varaafli á svæðinu. Bilunin hefur einnig áhrif á sjónvarps- og útvarpssendingar á svæðinu, en vonast er til að rafmagn verði komið á um hádegi.

andriyv's picture
Andri Yrkill Valsson
Fréttastofa RÚV