Rafmagnslaust á norðanverðu Snæfellsnesi

20.01.2020 - 16:59
Mynd með færslu
 Mynd: RARIK
Bilun á Vogaskeiðslínu varð til þess að rafmagnslaust varð á norðanverðu Snæfellsnesi upp úr klukkan þrjú í dag. Rafmagnið fór af Stykkishólmi, Grundarfirði og nærsveitum. Bilunin er í flutningslínu Landsnets. Samkvæmt upplýsingum frá RARIK er unnið að því að koma á varaafli. Komið er rafmagn á hluta Stykkishólms og Grundarfjarðar en rafmagn er skammtað.

Bilunin er fundin og mannskapur er á leiðinni með efni til viðgerðar. Ekki er víst hversu langan tíma það tekur. 

Varaafli er meðal annars komið á með því að keyra upp litlar virkjanir. Óvíst er hvenær rafmagn verður komið á aftur alls staðar þar sem það fór af.

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi