Rafmagn komið á flesta bæi

14.01.2020 - 09:25
Mynd með færslu
 Mynd:
Rafmagn er komið á að nýju í Miðdölum og á Skógarströnd en þar fór rafmagn af á ellefta tímanum í gær. Einn er enn án rafmagns á Svalbarðsströnd í Eyjafirði en þar fór rafmagn af á tólfta tímanum.

Þórir Halldórsson, starfsmaður RARIK á Norðurlandi, segir að ekki hafi verið hægt að koma rafmagni til notandans á Svalbarðsströnd vegna veðurs. Verið sé að bíða eftir að birti til og skoða hvort koma eigi rafmagni á með varaleiðum.

Í Ketildölum í Arnarfirði hefur verið rafmagnslaust hjá einum notanda síðan í gærmorgun. Hætta þurti viðgerðarstörfum vegna vonskuveðurs og verður viðgerð haldið áfram strax og veður leyfir, segir Elías Jónatansson, Orkubússtjóri. Sá notandi keyrir varaaflsstöð þar til viðgerð lýkur.

ingvarthor's picture
Ingvar Þór Björnsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi