Rafmagn á Ólafsvík á varaafli

20.02.2020 - 13:59
Mynd með færslu
 Mynd: Landsnet
Ólafsvíkurlína fór út á Snæfellsnesi í morgun og er rafmagn sá svæðinu keyrt á varaafli. Þetta kemur fram á Facebooksíðu Landsnets. Þar segir að veðrið á Snæfellsnesi sé snælduvitlaust, og starfsmenn Landsnets hafi fundið brotna stæðu á línunni.

Beðið verður með viðgerðir á línunni þar til veður lægir, segir á vef Landsnets.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi