Rachel Green fær eigin línu hjá Ralph Lauren

Mynd: Ralph Lauren / Ralph Lauren

Rachel Green fær eigin línu hjá Ralph Lauren

24.09.2019 - 13:27
Gamanþættirnir vinsælu Friends fögnuðu 25 ára afmæli nýlega og að því tilefni hefur Ralph Lauren ákveðið að gefa út fatalínu tileinkaða einni ástsælustu persónu þáttanna, Rachel Green.

Það er gömul saga og ný að tískan fer í hringi en frá því að þættirnir komu út hefur Rachel mikill verið tískuinnblástur fyrir fólk. Í línunni er að finna heilmikið að klassískum flíkum, pilsum, rúllukrögum, jökkum, kápum og stígvélum, svo eitthvað sé nefnt. Allt saman að auðvitað innblásið af Rachel.

Mynd með færslu
 Mynd: Ralph Lauren

Línan er meðal annars seld í verslunum Bloomingdales þar sem Rachel vann um tíma í þáttunum og í flaggskipi fyrirtækisins hefur Central Perk kaffihúsið verið sett upp til að skemmta viðskiptavinum. 

Síðar í þáttunum átti Rachel svo að sjálfsögðu eftir að vinna hjá Ralph Lauren og Ralph sjálfur átti eftirminnilega innkomu í áttunda þátt sjöttu seríu þar sem Phoebe er sannfærð um að hún hafi kysst hann. Það reyndist hins vegar vera Kenny „the copy guy“ sem hún í rauninni kyssti í ljósritunarherberginu. 

Mynd með færslu
 Mynd: Friends - Netflix

Karen Bjög Þorsteinsdóttir ræddi línuna í tískuhorni vikunar, þú getur hlustað á umfjöllunina í spilaranum hér fyrir ofan. 

Tengdar fréttir

Sjónvarp

25 ár frá fyrsta Friends þættinum

Sjónvarp

„Vinir“ þykja gamaldags og fordómafullir