Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Pútín ræðir við Erdogan í Moskvu

05.03.2020 - 15:43
epa08271718 Turkish President Recep Tayyip Erdogan (L) and Russian President Vladimir Putin (R) meet at the Kremlin in Moscow, Russia, 05 March 2020. The Turkish leader arrived in Moscow to discuss with Russian President possible ways to resolve the Syrian crisis including the worsening situation in the Idlib de-escalation zone.  EPA-EFE/MICHAEL KLIMENTYEV / SPUTNIK / KREMLIN POOL / POOL MANDATORY CREDIT
Erdogan og Pútín í Moskvu í dag. Mynd: EPA-EFE - SPUTNIK POOL POOL
Vladimir Pútín, forseti Rússlands, og Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hafa ræðst við í Moskvu í dag um möguleika á vopnahléi í Idlib-héraði í Sýrlandi, þar sem harðir bardagar hafa geisað milli sýrlenska stjórnarhersins og Tyrkja. 

Ástandið í Idlib hefur verið afar slæmt að undanförnu og hefur um ein milljón manna hrakist þar á vergang síðan í desember vegna bardaga stríðandi fylkinga. Sýrlenski stjórnarherinn hefur sótt þar að uppreisnarmönnum sem notið hafa stuðnings Tyrkja. Mannfall er mikið.

Fundurinn í Moskvu í dag er að frumkvæði Pútíns. Erdogan sagðist fyrir hann vera vongóður um að samningar tækjust um vopnahlé í Idlib, en en málið er ekki svo einfalt og snýst ekki síður um samskipti ríkjanna tveggja.

Fréttastofan Al Jazeera hefur eftir Maríönnu Belenkaya, rússneskum sérfræðingi í málefnum Austurlanda nær, að báðir verði að sætta sig við gefa eitthvað eftir, en megin markmið Pútíns sé að  fá Tyrki til að sætta sig við nýja og breytta stöðu í Idlib enda muni sýrlenski stjórnarherinn ekki draga sig til baka frá þeim svæðum sem hann hafi endurheimt.

Haft var eftir embættismönnum í Kreml að leiðtogarnir hefðu ræðst við einir í þrjár klukkustundir, en svo hefðu fleiri bæst í hópinn.  

 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV