Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Portúgal vann Þjóðadeildina

epa07637752 Portugal player Goncalo Guedes (L)  in action against Netherlands Frenkie de Jong during the UEFA Nations League final soccer match Portugal vs Netherlands at Dragao stadium, Porto, Portugal, 09 June 2019.  EPA-EFE/JOSE COELHO
 Mynd: EPA-EFE - EFE

Portúgal vann Þjóðadeildina

09.06.2019 - 20:34
Í kvöld áttust Hollendingar og Portúgalir við í úrslitaleik Þjóðadeildarinnar og lauk leiknum með sigri þeirra síðarnefndu þökk sé marki Gonçalo Guedes. Evrópumeistarar Portúgala eru fyrsta þjóðin sem sigrar keppnina.

Leikurinn fór fram á heimavelli portúgalska liðins Porto, Estádio do Dragão.

Portúgalir sóttu hart að marki Hollendinga í fyrri hálfleik en hollenski markmaðurinn Jasper Cillessen þurfti þó ekki að hafa mikið fyrir því að verjast sóknum þeirra portúgölsku.

Guedes, leikmaður Valencia á Spáni, skoraði eina mark leiksins á 60. mínútu með föstu skoti, Cillessen náði til boltans en tókst ekki að verja.

Fátt var um fína drætti í leiknum og hann fremur tíðindalítill.

Fyrr í dag hrepptu Englendingar bronsið í Þjóðadeildinni eftir sigur á Svisslendingum. Engin mörk voru skoruð í venjulegum leiktíma og þurfti því að útkljá hann með vítaspyrnukeppni. Markvörðurinn Jordan Pickford var hetja Englendinga er hann varði spyrnu Josip Drmic í bráðabana.

Tengdar fréttir

Fótbolti

Pickford tryggði Englandi bronsið

Fótbolti

Holland vann England og fer í úrslit

Fótbolti

Þrenna Ronaldos skaut Portúgal í úrslit