Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Portúgal ætlar að loka á ferðamenn sem koma frá Spáni

15.03.2020 - 21:15
epa08294916 A worker disinfects a metro station of the Lisbon metropolitan as a precaution against the COVID-19, in Lisbon, Portugal, 14 March 2020. The number of COVID-19 infections throughout Portugal has risen to 169.  EPA-EFE/RODRIGO ANTUNES
 Mynd: EPA-EFE - LUSA
Antionio Costa, forsætisráðherra Portúgal, tilkynnti í kvöld að loka ætti landamærunum að Spáni fyrir ferðamönnum í að minnsta kosti mánuð til þess að hefta útbreiðslu COVID-19 veirunnar.

Vöruflutningar munu þó ekki stöðvast og eins verður ekki lokað fyrir fólk sem sækir vinnu handan landamæra. Það eru hins vegar ferðamenn sem ekki fá að fara á milli og Costa gaf raunar í skyn að slíkt yrði í gildi enn lengur.

„Það verður enginn ferðamannaiðnaður á milli Portúgal og Spánar næstu mánuði,“ sagði Costa, en innanríkisráðherrar landanna ætla að útfæra það á morgun hvernig staðið verður að lokuninni og tekur hún í kjölfarið gildi. Hún á bæði við um ferðamenn sem koma landleiðina og með flugi. 

Yfir 7.700 eru með staðfest smit á Spáni og dauðsföll þar eru orðin 288, eða næst flest í Evrópu. Dauðsföll vegna veirunnar í Frakklandi og á Ítalíu hafa aldrei verið fleiri á einum degi síðan faraldurinn braust út. Tilkynnt var um 368 dauðsföll á Ítalíu og 29 í Frakklandi í dag.