Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Pólskur kór söng íslenskt jólalag í Hallgrímskirkju

Mynd: Mazowsze / Facebook

Pólskur kór söng íslenskt jólalag í Hallgrímskirkju

23.12.2019 - 15:15

Höfundar

Flutningur pólska þjóðlagakórsins Mazowsze á Nóttin var sú ágæt ein í Hallgrímskirkju á laugardaginn vakti mikla athygli. Kórinn og hljómsveit hans hélt jólatónleika í Hallgrímskirkju um helgina. Það voru síðustu tónleikar kórsins í tónleikaferð hingað til lands.

Áður hafði Mazowsze sungið í Keflavík og á Selfossi. Á sunnudag söng kórinn svo í Landakotskirkju.

Mazowsze-kórinn flutti Nóttin var sú ágæt ein, ljóð Einars Sigurðssonar við lag Sigvalda Kaldalóns, í Hallgrímskirkju og hlaut góðar viðtökur. Myndskeiði af flutningnum hefur verið dreift á samfélagsmiðlum.

Fulltrúi kórsins segir í samtali við fréttastofu að þetta hafi verið fyrsta heimsókn kórsins til Íslands. Síðan kórinn var stofnaður af pólskum stjórnvöldum árið 1948 hefur hann heimsótt 51 land, eftir heimsóknina til Íslands.

Í spilaranum hér að ofan má hlýða á flutning kórsins.