Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Pollapönk komst í úrslit

Mynd með færslu
 Mynd:

Pollapönk komst í úrslit

06.05.2014 - 21:00
Framlag Íslands komst upp úr fyrri undankeppni Eurovision-söngvakeppninnar í Kaupmannahöfn í kvöld. 16 þjóðir tóku þátt og af þeim komust 10 áfram í úrslitakeppnina sem fram fer á laugardaginn.

Þjóðirnar sem hlutu nægilega mörg atkvæði til að tryggja sér þátttökurétt í úrslitum voru eftirfarandi; Svartfjallaland, Ungverjaland, Rússland, Armenía, Aserbaídsjan, San Marino, Úkraína, Svíþjóð, Holland og Ísland.

Pollapönkarar voru 5. atriði á svið og gekk flutningurinn snurðulaust fyrir sig. Atriðið vakti mikinn fögnuð áhorfenda og þótti vel hafa tekist til.Nákvæm niðurstaða undankeppninnar verða ekki gerð ljós fyrr en að úrslitakeppni lokinni. Í undankeppnum gildir atkvæði áhorfenda til jafns við mat dómnefndar frá rennsli sem haldið var í gærkvöldi.

Keppnin í ár er haldin í Danmörku, nánar tiltekið á Revshaleøen, lítilli eyju í höfninni í Kaupmannahöfn. Eyjan gengur nú undir nafninu Eurovision-eyjan og þar hefur tveimur gömlum skipasmíðastöðvum verið breytt í tónleikahús. 

Úrslitin fara fram á laugardag kl. 19.